Sendum um land allt
Sendum um land allt
Karfa 0
Byrjendanámskeið í Prjóni

Byrjendanámskeið í Prjóni

Venjulegt verð 15.000 kr 0 kr Verð á einingu per
með VSK

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru byrjendur í prjóni eða vilja rifja upp prjóntækni. Markmið námskeiðisins er að þátttakendur kynnist og auki færni sína í grunnatriðum prjóns s.s. að fitja upp, prjóna slétt og brugðið og læri aðferðir við útaukningar og úrtökur svo eitthvað sé nefnt.

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi með sér þá prjóna og áhöld sem þeir eiga t.d. lítil skæri, málband og jafanál.

Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Borghildur Ína Sölvadóttir, framhaldsskólakennari við listnámsbraut VMA, þar sem hún kennir m.a. áfanga í grunnatriðum prjóns og hekls.

Kennt verður 1. og 8. nóv 18-21