
Jólakvöld Garn í gangi og Ketilkaffi 22.11 18-21
Venjulegt verð
9.490 kr
með VSK
Langar ykkur ekki að eiga notalega kvöldstund með okkur? Við höfum tekið saman með vinum okkar á Ketilkaffi og ætlum að borða saman aðventuplattan þeirra og prjóna jólatré. Fyrst matur og svo örnámskeið í að prjóna lítil og sæt jólatré. Innifalið í verðinu er Aðventuplatti og garn og uppskrift fyrir 2 jólatré. Það sem þið þurfið að koma með eru sokkaprjónar eða langir hringprjónar fyrir magic loop í st 3mm og 3.5mm. Jólakvöldið er á Ketilkaffi 22.11 kl 18-21.