Aðventuteppi Silla 2024
Sigurlaug Hauksdóttir eða hún Silla okkar eins og við köllum hana hannaði aðventuteppið fyrir okkur í ár! Dásamlega fallegt og skemmtileg hönnun eins og hennar er von og vísa. Sterk skírskotun í bútasaum og teppið prjónað frá kanti inn að miðju.
Teppapakkinn afhendist fyrir fyrsta í aðventu og inniheldur yfir 5000m af garni! Teppið er prjónað með tvöföldum þræði, 4 litir og svo 1 fylgiþráður sem passar fyrir alla fjóra. Í pakkanum verða líka nokkrar aukagjafir og er gert ráð fyrir að allt sé opnað á sama tíma.
Við þurftum hreinlega að hemja okkur í litasamsetningunum en komumst ekki neðar en 5 litapallettur sem eru hver annari fallegri.
ATH aðeins verða nokkur stk af hverjum lit í boði og því um að gera að láta hendur standa fram úr ermum og ekki hugsa málið of lengi því pakkinn verður eingöngu til sölu til 20 október eða eins og byrgðir endast.