Sendum um land allt
Sendum um land allt
Karfa 0
Jólasamprjón Eddu Lilju og Sveinu Bjarkar
Jólasamprjón Eddu Lilju og Sveinu Bjarkar
Jólasamprjón Eddu Lilju og Sveinu Bjarkar
Garn í gangi

Jólasamprjón Eddu Lilju og Sveinu Bjarkar

Venjulegt verð 1.000 kr 0 kr Verð á einingu per
með VSK

Hvað gera tvær ofvirkar vinkonur rétt fyrir jól? Velja ljósmynd, gera uppskriftir út frá henni og skipuleggja jólaleyni samprjón. Þetta eru sem sagt þær Edda Lilja hjá Garnbúð Eddu og Sveina Björk hjá Garn í gangi. Hvernig virkar þetta samprjón svo? Þið farið í búðirnar hjá þeim og veljið ykkur garn, 150-200g af garni fyrir prjónastærð 4 og kaupið uppskriftirnar. Þið fáið garnið með 10% afslætti og uppskriftirnar á 1000kr. Skiljið eftir netfangið ykkar og svo á aðfangadag fáið þið uppskriftirnar sendar og samprjónið hefst. Við verðum með hóp á facebook sem heitir Samprjón Eddu Lilju og Sveinu Bjarkar og getum við byrjað að pósta myndum af garninu okkar þar og byggja upp smá spennu. Okkur hlakkar til, komdu og vertu með. ATH fyrir þær sem eiga ekki heimagengt verður hægt að versla garnið og uppskriftina í netversluninni okkar og með kóðanum jólasamprjón fáið þið 10% afslátt af garninu.

Mælum sérstaklega með Devonia, Holst Supersoft, Holst Tides eða Pernilla frá Filcolana

 


Deilið vöru