Vattarsaumur námskeið 25.10’23
Vattarsaumur fyrir byrjendur
Hvað er vattarsaumur?
Í vattarsaumi er ekki byrjað á einum enda dokkunnar og hún notuð til enda. Spotti í ákveðinni lengd er slitinn frá og endum svo skeytt saman hvað eftir annað. Í vattarsaum þarf garn og nál, nálin er stór með stóru nálarauga. Nálinni er brugðið í gegnum lykkjur og þannig er saumað. Vattarsaumur var notaður á Íslandi á víkingatímanum en þegar prjónið barst til landsins sneri fólk sér að því.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir þau sem vilja kynnast vattarsaumi og læra einstaka aðferð til að gera sérstaklega hlýjan og endingargóðan fatnað.
Hvað verður gert? / Hvað læra þátttakendur?
Þátttakendur
Á námskeiðinu vinnur hver og einn á sínum hraða. Markmiðið er að ná tökum allavega á einu spori og átta sig á því hvernig saumurinn virkar. Þau sem vilja geta svo lært fleiri spor og úrtökur/útaukningar.
Nál og garn er innifalið í verðinu, þátttakendur taka nálina með sér heim í lok námskeiðis.
Tími 3 klst
25.10’23 18-21