Sendum um land allt
Sendum um land allt
Karfa 0
Lettneskar fléttur
Lettneskar fléttur
Garn í gangi

Lettneskar fléttur

Venjulegt verð 9.000 kr 0 kr Verð á einingu per
með VSK

Lettneskar fléttur og furunálar 14.3 kl 18-21

Svokallaðar fléttur  og furunálar eru algengar á lettneskum vettlingum 

Þær liggja eins og utan á prjóninu og gefa skemmtilega þrívídd í prjónið. 

Gera má ótal útgáfur af þeim og nota mis marga liti og gjörbreytir það 

útkomunni. Það er gaman að nota þessa aðferð til að gera svip á hinar 

ýmsu flíkur og má bæta þeim við hvaða uppskrift sem er. 

 Kenndar eru mismunandi útfærslur af fléttum og furunálum, einnig 

tvílit uppfit og ,,létta-flétta“. 

Þátttakendur fá ljósrit með leiðbeiningum og gott er að taka með 

glósubók og skriffæri 

 Efni og áhöld 

Ullargarn og prjónar í stærð sem hæfa garninu, hvítt og nokkra liti.

Til dæmis Kambgarn, Pernilla eða annað í svipuðum grófleika og prjóna nr 2,5-3. Ljóst eða hvítt garn og amk þrjá ólíka mynsturliti.

Um að gera að nota það sem til er. Prufur eru prjónaðar í hring svo takið með sokkaprjóna eða þá prjóna sem ykkur finnst best að nota. 

Kennari Dagný Hermannsdóttir

Dagný Hermannsdóttir er textílkennari að mennt og forfallin prjónakona. Hún hefur farið margar prjónaferðir til Lettlands, fyrst til að sækja námskeið og svo einnig sem fararstjóri. Auk þess hún kennir hún lettneskar prjónaaðferðir á námskeiðum. 

Þegar hún er ekki að prjóna sinnir hún skyldum sínum sem Súrkálsdrottning :)

 


Deilið vöru