Prjónanámskeið LAMBINN 1.-3.okt
Garnhelgi á Öngulsstöðum með Garn í gangi
Garnhelgarnar með Garn í gangi á Öngulsstöðum eru dekurhelgar þar sem hugur, hönd og bragðlaukar fá að njóta sín.
Á Öngulsstöðum er rekin ferðaþjónastan Lambinn og veitingasturinn Fimbul Cafe.
Innifalið í helginni er fullt fæði frá föstudagskvöldi til sunnudagsmorguns. Hlaðborð á föstudegi, laugardagur, morgunmatur, hádegisverður, seinnipartskaffi, drykkur á Happy hour, þriggja rétta matarupplifun. Sunnudagur, morgunmatur og kaffi og smákökur um morguninn.
Garnstundir, gönguferðir (valfrjálst), örnámskeið og kynningar og endum við svo helgina á heimsókn í Gamla bæinn á Öngulsstöðum áður en við höldum til Akureyrar og kíkjum í búðina Garn í gangi.
Helgin kostar 37.900kr á mann í tveggja til þriggja manna herbergi. Álag fyrir einsmanns herbergi er 8000kr fyrir helgina.
Dagskrá verður send á þátttakendur þegar nær dregur.