Sendum um land allt
Sendum um land allt
Karfa 0
Prjónasögur
Garn í gangi

Prjónasögur

Venjulegt verð 6.900 kr 0 kr Verð á einingu per
með VSK

Í Prjónasögum er kvenlegri og rómantískri hönnun gert hátt undir höfði. Uppskriftirnar eru 34 talsins og eru flestar að peysum, bæði hnepptum og heilum, í stærðum frá XS og allt upp í 4XL. Hönnuður sækir innblástur í tískusöguna en leitar jafnframt fanga í skáldskap og ævintýrum. Falleg smáatriði, eins og púffermar, blúndur, knúppar og fínlegir kragar, lífga upp á flíkurnar og gefa þeim nostalgískan svip þótt þær séu bæði hentugar og nútímalegar.

Helene Arnesen er þekktur norskur hönnuður. Hún er menntuð í búningahönnun en hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir prjónahönnun sína.

Ásdís Sigurgestsdóttir og Guðrún B. Þórsdóttir þýddu.


Deilið vöru